Halldór vill afturkalla frumvarpið 18. júlí 2004 00:01 Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira