Innlent

SUF vill ekki ný lög strax

Ungir framsóknarmenn vilja ekki að ný fjölmiðlalög verði samþykkt heldur verði núgildandi lög felld úr gildi og ný sett eftir samráð við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila. Þetta kemur fram í ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna. Í ályktuninni er lýst ánægju með Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, og sagt að honum hafi tekist að "sveigja Sjálfstæðisflokkinn frá afleitu upphaflegu frumvarpi" Davíðs Oddssonar. Ungir framsóknarmenn telja að skort hafi á vönduð vinnubrögð í upphaflegri meðferð málsins


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×