Breytingar á pistli sagðar tilraun 7. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum". Sigurður Líndal hafði lagt það til að Alþingi afturkallaði lögin. Um þá tillögu sagði Björn í pistli sínum: "Sigurður Líndal [...] lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Þegar Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn um hvort hann stæði enn við fyrri ummæli sín sagði hann meðal annars: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu.. Í kjölfar fyrirspurnarinnar breytti Björn síðan textanum á heimasíðu sinni í tvígang. Fyrst tók hann út orðið "brella" og bætti því svo aftur inn innan gæsalappa áður en hann færði textann aftur í upprunalegt horf. Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn varðandi breytingar hans á texta pistilsins. Var hann spurður hvers vegna þessar breytingar hafi verið gerðar á pistlinum og hvort það væri algengt að hann breyti gömlum pistlum á heimasíðu sinni? Svar Björns var eftirfarandi: "Sæl Sigríður Dögg. Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibili, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur. Síðunni er ekki breytt eftir að efni er komið inn á hana nema um augljósa villu sé að ræða." Ekki fengust svör frá dómsmálaráðuneytinu um hverra erinda dómsmálaráðherra væri í Peking. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum". Sigurður Líndal hafði lagt það til að Alþingi afturkallaði lögin. Um þá tillögu sagði Björn í pistli sínum: "Sigurður Líndal [...] lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Þegar Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn um hvort hann stæði enn við fyrri ummæli sín sagði hann meðal annars: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu.. Í kjölfar fyrirspurnarinnar breytti Björn síðan textanum á heimasíðu sinni í tvígang. Fyrst tók hann út orðið "brella" og bætti því svo aftur inn innan gæsalappa áður en hann færði textann aftur í upprunalegt horf. Fréttablaðið sendi Birni fyrirspurn varðandi breytingar hans á texta pistilsins. Var hann spurður hvers vegna þessar breytingar hafi verið gerðar á pistlinum og hvort það væri algengt að hann breyti gömlum pistlum á heimasíðu sinni? Svar Björns var eftirfarandi: "Sæl Sigríður Dögg. Ég var einmitt að kanna, hvort ekki væri verið farið að fylgjast með þessum texta á vefsíðu minni og ákvað að gera þessa tilraun héðan frá Peking til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum, breytti honum því tvisvar sinnum með stuttu millibili, áður en ég setti hann aftur í sitt upprunalega horf. Tilraunin var þess virði, eins og bréf þitt sýnir. Ég þakka þér fyrir að taka þátt í henni. Ef hún verður þér fréttaefni, staðfestir það enn í mínum huga, hve mikils síða mín er metin og það, sem þar stendur. Síðunni er ekki breytt eftir að efni er komið inn á hana nema um augljósa villu sé að ræða." Ekki fengust svör frá dómsmálaráðuneytinu um hverra erinda dómsmálaráðherra væri í Peking.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira