Íslenska ríkið líklega bótaskylt 7. júlí 2004 00:01 Íslenska ríkið verður að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt í gær. Ástæðan fyrir bótaskyldu er sú að í nýju lögunum mun útvarpsréttarnefnd geta afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi 2007. Í fjölmiðlalögunum sem samþykkt voru frá Alþingi í vor og forseti synjaði staðfestingar var útvarpsleyfum leyft að renna út. "Í gagnrýni á þessi nýju lög hefur verið bent á að þetta ákvæði sé mikil þrenging á réttindum starfandi ljósvakamiðla. Má það hugsanlega til sanns vegar færa," sagði Bjarni. Benti hann á að í nefndaráliti allsherjarnefndar, sem hann fer með formennsku fyrir, hafi verið gerð athugasemd við sams konar ákvæði sem voru í lögunum fyrir síðustu breytingar á þeim. Hugsanlegt sé að nýju lögin brjóti í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar er varðar eignarrétt. "Það þýðir þó ekki að lögin sem slík brjóti í bága við stjórnarskrána," sagði Bjarni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði meðal annars á fundinum að með nýju gildistökuákvæði geti forseti Íslands ekki notað sömu rök og áður ef hann synjaði þeim staðfestingar. Spurningar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu myndu vakna að nýju og væri forsetinn þá "kominn enn dýpra í stjórnmáladeilur samtímans," að því er Geir sagði. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Íslenska ríkið verður að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt í gær. Ástæðan fyrir bótaskyldu er sú að í nýju lögunum mun útvarpsréttarnefnd geta afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi 2007. Í fjölmiðlalögunum sem samþykkt voru frá Alþingi í vor og forseti synjaði staðfestingar var útvarpsleyfum leyft að renna út. "Í gagnrýni á þessi nýju lög hefur verið bent á að þetta ákvæði sé mikil þrenging á réttindum starfandi ljósvakamiðla. Má það hugsanlega til sanns vegar færa," sagði Bjarni. Benti hann á að í nefndaráliti allsherjarnefndar, sem hann fer með formennsku fyrir, hafi verið gerð athugasemd við sams konar ákvæði sem voru í lögunum fyrir síðustu breytingar á þeim. Hugsanlegt sé að nýju lögin brjóti í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar er varðar eignarrétt. "Það þýðir þó ekki að lögin sem slík brjóti í bága við stjórnarskrána," sagði Bjarni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði meðal annars á fundinum að með nýju gildistökuákvæði geti forseti Íslands ekki notað sömu rök og áður ef hann synjaði þeim staðfestingar. Spurningar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu myndu vakna að nýju og væri forsetinn þá "kominn enn dýpra í stjórnmáladeilur samtímans," að því er Geir sagði.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira