Ferðast aftur í tímann í Cambridge 23. júní 2004 00:01 Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira