Menning

Möðrudalur á Fjöllum

Þrátt fyrir að þjóðvegur 1 liggi ekki lengur um hlaðið á Möðrudal á Fjöllum er hann enn eftirsóttur viðkomustaður enda er þar stunduð öflug ferðaþjónusta. Á þjóðhátíðardaginn var opnað á þjóðhátíðardaginn sem er opið frá níu á morgnana fram yfir tíu á kvöldin. Þar er að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti að sveitasið og auk þess súpu og brauð. Byggingarstíllinn er upp á gamla mátann og hið sama gildir um stílinn á tveimur gestahúsum, baðstofum sem hvor um sig taka allt að sjö manns. Í Möðrudal er þar fyrir utan boðið upp á gistingu í 24 uppábúnum rúmum, tjaldstæði og eldunaraðstöðu.

Möðrudalur er hæsta byggð á Íslandi og þaðan blasir drottningin Herðubreið við, þjóðarfjall Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×