Unglingar fundu fjölda hasspípa 18. júní 2004 00:01 Unglingar og leiðbeinendur hjá vinnuskóla Reykjavíkur hafa fundið fjölda af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Krakkarnir hafa unnið í rúma viku að því að hreinsa svæðið og gera göngustíga. "Fyrsta daginn sem við komum hingað sá ég tvær hasspípur um leið og ég steig út úr rútunni. Það hefur ekkert verið gert til að reyna að fela þetta. Sums staðar höfum við fundið fimm til sex stykki saman í hrúgu," segir Hjördís Sigurðardóttir, leiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Hjördís segir álpappír vera úti um allt. Þá hafa líka fundist sígarettur sem tóbakið hefur verið tekið úr. Þau hafa ekki fundið nein fíkniefni á svæðinu en öll tæki og tól til neyslu. Sérstaklega hafi fundist mikið af hasspípum eftir síðustu helgi. Hún segir að þau hafi misst töluna á pípunum þegar þær voru orðnar fleiri en 30. Hjördís segir alla leiðbeinendur fara á vikunámskeið hjá vinnuskólanum áður en vinna hefst með krökkunum. Þar hafi meðal annars verið lögð áhersla á hvernig skuli bregðast við hlutum sem þessum. "Fyrst reyndum við að leyna þessu fyrir krökkunum en þau vita öll af þessu. Nánast hafa þau öll fundið hasspípu. Við undirbúum krakkana og brýnum fyrir þeim að þetta sé langt frá því að vera eðlilegt," segir Hjördís. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir neyslustaði sem þessa ekki vera óþekkt fyrirbæri. Yfirleitt séu þeir á nokkuð afskekktum stöðum skammt frá byggð. Talið er að helst séu neytendurnir unglingar sem hafi ekki í önnur hús að venda. Ásgeir segir fólk duglegt að láta lögregluna vita af stöðum sem þessum. Lögreglan skynji að almenningur sé á móti fíkniefnum og tilbúinn að láta lögregluna vita ef þeirra verður vart. Fréttir Innlent Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Unglingar og leiðbeinendur hjá vinnuskóla Reykjavíkur hafa fundið fjölda af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Krakkarnir hafa unnið í rúma viku að því að hreinsa svæðið og gera göngustíga. "Fyrsta daginn sem við komum hingað sá ég tvær hasspípur um leið og ég steig út úr rútunni. Það hefur ekkert verið gert til að reyna að fela þetta. Sums staðar höfum við fundið fimm til sex stykki saman í hrúgu," segir Hjördís Sigurðardóttir, leiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Hjördís segir álpappír vera úti um allt. Þá hafa líka fundist sígarettur sem tóbakið hefur verið tekið úr. Þau hafa ekki fundið nein fíkniefni á svæðinu en öll tæki og tól til neyslu. Sérstaklega hafi fundist mikið af hasspípum eftir síðustu helgi. Hún segir að þau hafi misst töluna á pípunum þegar þær voru orðnar fleiri en 30. Hjördís segir alla leiðbeinendur fara á vikunámskeið hjá vinnuskólanum áður en vinna hefst með krökkunum. Þar hafi meðal annars verið lögð áhersla á hvernig skuli bregðast við hlutum sem þessum. "Fyrst reyndum við að leyna þessu fyrir krökkunum en þau vita öll af þessu. Nánast hafa þau öll fundið hasspípu. Við undirbúum krakkana og brýnum fyrir þeim að þetta sé langt frá því að vera eðlilegt," segir Hjördís. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir neyslustaði sem þessa ekki vera óþekkt fyrirbæri. Yfirleitt séu þeir á nokkuð afskekktum stöðum skammt frá byggð. Talið er að helst séu neytendurnir unglingar sem hafi ekki í önnur hús að venda. Ásgeir segir fólk duglegt að láta lögregluna vita af stöðum sem þessum. Lögreglan skynji að almenningur sé á móti fíkniefnum og tilbúinn að láta lögregluna vita ef þeirra verður vart.
Fréttir Innlent Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira