Innlent

Truflanir á tölvupósti

Síminn Internet hefur á einum og hálfum sólarhring stöðvað um hálfa milljón vírussýktra tölvupóstskeyta sem send voru til viðskiptavina fyrirtækisins. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að starfsmenn Símans hafa sjaldan séð annað eins magn sýktra skeyta á jafn skömmum tíma. Skeytin eru að miklum hluta rakin til virkni ormanna Sober G og Sober H, en þeir hegða sér þannig að smitaðar tölvur áframsenda sýkt skeyti á fólk í tölvupóstfangaskrá sýktu tölvunnar. "Af þessum sökum hefur eðlileg umferð tölvupósts truflast og póstur berst því síðar en ella," segir Síminn. Fyrirtækið mælist til að fólk uppfæri tölvur sínar og vírusvarnir, auk þess að setja upp eldveggi til að verjast sýkingu. "Auk þess er mikilvægt að opna ekki póst sem talinn er innihalda ormana og eyða honum strax út úr tölvupóstinum," segir Síminn og bendir á að á Netinu er hægt að athuga hvort tölva sé sýkt af einhverri óáran, til dæmis á slóðinni http://housecall.trendmicro.com


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×