Ákærður fyrir þrjár líkamsárásir 15. júní 2004 00:01 Stefán Logi Sívarsson hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem hann framdi á tveimur dögum í apríl síðastliðnum. Ein líkamsárásin er sögð hafa verið sérstaklega hættuleg. Hinar tvær líkamsárásirnar framdi Stefán Logi í félagi við mann á þrítugsaldri sem einnig er ákærður. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefán Logi var á ný kominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta drengsins rifnaði. Drengurinn hlaut við árásina lífshættuleg innvortis meiðsl. Rétt rúmum sólarhring síðar réðst Stefán Logi ásamt félaga sínum á mann sem lá í sófa. Þeir slógu manninn mörg högg í höfuð og líkama. Þá sveigði Stefán Logi aftur einn fingur mannsins og beit hann í eyrað. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut bitsár, mar, bólgur og fleiri áverka. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl. Stúlkan tognaði á öxl og hlaut yfirborðsáverka víða um líkamann. Þá er Stefán Logi ákærður fyrir umferðarlagabrot eftir að hafa ekið bíl réttindalaus. Bílnum ók hann á kyrrstæðan bíl sem kastaðist á annan bíl. Stefán er sakaður um að hafa keyrt viðstöðulaust á bílana. Eftir að Stefán Logi réðst á og stórslasaði sextán ára drenginn fór lögreglan í Reykjavík fram á gæsluvarðhald yfir honum en dómari taldi ekki málsástæður til þess og var honum því sleppt lausum. Rétt um sólarhring síðar framdi hann tvær líkamsárásir í félagi við annan mann. Stefán hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás árið 2002, svokallaða Skeljagrandaárás, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Hann ásamt bróður sínum sló margsinnis fórnarlambið í andlit og líkama með krepptum hnefum og bareflum, stakk hann og skar með eggvopnum og misþyrmdi honum með öðrum hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem hann framdi á tveimur dögum í apríl síðastliðnum. Ein líkamsárásin er sögð hafa verið sérstaklega hættuleg. Hinar tvær líkamsárásirnar framdi Stefán Logi í félagi við mann á þrítugsaldri sem einnig er ákærður. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefán Logi var á ný kominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta drengsins rifnaði. Drengurinn hlaut við árásina lífshættuleg innvortis meiðsl. Rétt rúmum sólarhring síðar réðst Stefán Logi ásamt félaga sínum á mann sem lá í sófa. Þeir slógu manninn mörg högg í höfuð og líkama. Þá sveigði Stefán Logi aftur einn fingur mannsins og beit hann í eyrað. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut bitsár, mar, bólgur og fleiri áverka. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl. Stúlkan tognaði á öxl og hlaut yfirborðsáverka víða um líkamann. Þá er Stefán Logi ákærður fyrir umferðarlagabrot eftir að hafa ekið bíl réttindalaus. Bílnum ók hann á kyrrstæðan bíl sem kastaðist á annan bíl. Stefán er sakaður um að hafa keyrt viðstöðulaust á bílana. Eftir að Stefán Logi réðst á og stórslasaði sextán ára drenginn fór lögreglan í Reykjavík fram á gæsluvarðhald yfir honum en dómari taldi ekki málsástæður til þess og var honum því sleppt lausum. Rétt um sólarhring síðar framdi hann tvær líkamsárásir í félagi við annan mann. Stefán hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás árið 2002, svokallaða Skeljagrandaárás, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Hann ásamt bróður sínum sló margsinnis fórnarlambið í andlit og líkama með krepptum hnefum og bareflum, stakk hann og skar með eggvopnum og misþyrmdi honum með öðrum hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira