Menning

Krossar í Staðarsveit í uppáhaldi

"Það er gamla íbúðarhúsið. Því hefur verið vel við haldið og þarna eru ræturnar," segir hún og heldur áfram. "Húsið er á sjávarkambi, sandurinn er gullinn og útsýni til jökulsins óheft. Straumarnir eru svo sterkir þarna hvort sem þeir eru frá sjónum eða jöklinum að því verður ekki lýst."

Björk á marga fleiri uppáhaldsstaði á landinu og nefnir nokkra. "Í Barðastrandarsýslunni finnst mér Rauðisandur vera toppurinn. Vigur í Ísafjarðardjúpi er undursamleg eyja. Dóttir mín stingur upp á Paradísarlundi og fyrir austan Kirkjubæjarklaustur er dásamlegur staður rétt vestan við Orrustuhól með ótrúlegum vatnsuppsprettum. Alger perla í náttúrunni. Uppáhaldið á hálendinu er svo Víti við Öskju.

En hvar skyldi Paradísarlund að finna?

"Rétt fyrir sunnan Bifröst er hægt að keyra niður að Norðurá að Glanna og Paradísarlundi. Gljúfurá er ekki síðri. Hún er í Borgarfirði líka. Þá klifrar maður niður í gil þegar maður er nýkominn yfir brúna nálægt sjoppunni Baulu og síðan er hægt að ganga eftir því. Það er yndislegur staður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×