Brot olíufélaganna sögð fyrnd 15. október 2004 00:01 Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira