Hundruð bíða eftir meðferð 15. október 2004 00:01 Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. Þingmenn segja ástandið í þessum málum skömm fyrir þjóðfélagið og að nær væri að setja fjármuni í það heldur en að byggja „montbústað“ fyrir sendiherra landsins í Berlín. Ásta Ragnheiður ræddi stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá utan dagskrár á Alþingi í dag. Áhugasamir um málið mættu á þingpalla til að fylgjast með. Hún sagði pott víða brotinn í þessum efnum og að stefnleysi ríkti og á sama tíma fjölgaði í þessum hópi. Hún sagði að algeng bið eftir tíma hjá geðlækni væri 3-5 mánuðir. 380 manns með geðrænan vanda bíða nú eftir meðferð á Reykjalundi að sögn Ástu Ragnheiðar. Biðin er rúmlega ár, og raunar lengri, því læknar eru hættir að setja fólk á biðlista. Hún sagði stöðu heimilislausra, mikið geðveikra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu vera afleita; þeir velkjist um í kerfinu án úrlausnar og séu hættulegir sér og öðrum. Heilbrigðisráðherra minnti á að aðstæður umrædds fólks væru mjög mismunandi og því ekki hægt að alhæfa. Hann sagði grundvöll þjónustunnar góðan og fór svo yfir aukin fjárframlög ríkisins til geðheilbrigðismála. Hann vísaði ennfremur á bug fullyrðingum um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar, án þess að fá viðeigandi meðferð. Ráðherra benti á að um áramót taki lokuð geðdeild, fyrir þá sem gætu verið hættulegir, til starfa á Kleppi. Guðmundur Árni Stefánsson sagði það til skammar hvernig búið er að geðfötluðum og Ögmundur Jónasson sagði að þessi mál ætti að ræða daglega á Alþingi þar til ástandið verður bætt. Ögmundur sagði að rúmum á geðdeildum væri nú fækkað til þess að ríkisstjórnin eigi fyrir gæluverkefnum sínum, t.d. að byggja „montbústað“ fyrir sendiherrann í Berlín fyrir 250 milljónir. Því mótmælti hann harðlega. Fréttir Innlent Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. Þingmenn segja ástandið í þessum málum skömm fyrir þjóðfélagið og að nær væri að setja fjármuni í það heldur en að byggja „montbústað“ fyrir sendiherra landsins í Berlín. Ásta Ragnheiður ræddi stöðu geðsjúkra og þjónustu við þá utan dagskrár á Alþingi í dag. Áhugasamir um málið mættu á þingpalla til að fylgjast með. Hún sagði pott víða brotinn í þessum efnum og að stefnleysi ríkti og á sama tíma fjölgaði í þessum hópi. Hún sagði að algeng bið eftir tíma hjá geðlækni væri 3-5 mánuðir. 380 manns með geðrænan vanda bíða nú eftir meðferð á Reykjalundi að sögn Ástu Ragnheiðar. Biðin er rúmlega ár, og raunar lengri, því læknar eru hættir að setja fólk á biðlista. Hún sagði stöðu heimilislausra, mikið geðveikra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu vera afleita; þeir velkjist um í kerfinu án úrlausnar og séu hættulegir sér og öðrum. Heilbrigðisráðherra minnti á að aðstæður umrædds fólks væru mjög mismunandi og því ekki hægt að alhæfa. Hann sagði grundvöll þjónustunnar góðan og fór svo yfir aukin fjárframlög ríkisins til geðheilbrigðismála. Hann vísaði ennfremur á bug fullyrðingum um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar, án þess að fá viðeigandi meðferð. Ráðherra benti á að um áramót taki lokuð geðdeild, fyrir þá sem gætu verið hættulegir, til starfa á Kleppi. Guðmundur Árni Stefánsson sagði það til skammar hvernig búið er að geðfötluðum og Ögmundur Jónasson sagði að þessi mál ætti að ræða daglega á Alþingi þar til ástandið verður bætt. Ögmundur sagði að rúmum á geðdeildum væri nú fækkað til þess að ríkisstjórnin eigi fyrir gæluverkefnum sínum, t.d. að byggja „montbústað“ fyrir sendiherrann í Berlín fyrir 250 milljónir. Því mótmælti hann harðlega.
Fréttir Innlent Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira