Biðin gæti varað í vikur 3. nóvember 2004 00:01 Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira