Innlent

Tjón á kornökrum

Mikið tjón varð víða á kornökrum á Suðurlandi í óveðrinu í fyrrinótt, einkum í uppsveitum. Þar eru dæmi um að bændur hafi misst allt að helming uppskerunnar þar sem þroskuð öxin fuku hreinlega út í buskann. Samkvæmt mælingum veðurstofunnar var meðalvindhraðinn á Suðurlandi um 30 metrar á sekúndu, eða nánast fárviðri, og fór sumstaðar yfir 50 metra á sekúndu í hviðum.Mestur varð vindhraðinn á Stórhöfða, í Skaftafelli, á Mýrdalssandi og í Öræfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×