Ómanneskjuleg afstaða kennara 24. september 2004 00:01 Engar undanþágur hafa verið veittar í yfirstandandi kennaraverkfalli. Í gær hafnaði fulltrúi kennara í undanþágunefnd að veita undanþágu vegna kennslu fatlaðra barna en fulltrúi sveitarfélaga vildi veita undanþágu. Alls tók nefndin afstöðu til fimm beiðna og hafnaði þeim öllum, en sex beiðnir þóttu ekki formlega rétt fram settar og ein beiðni var sett í bið. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir að foreldrar fatlaðra barna hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðu undanþágunefndar. "Maður hlýtur að spyrja sig að því hvort slík ákvörðun geti verið kennarastéttinni til framdráttar - að beita fyrir sig fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Það er mín skoðun að kennarar eigi skilið að fá vel borgað, en það er sama hve málstaðurinn er góður, það hljóta að vera takmörk fyrir því hvaða meðölum menn geta beitt," sagði Halldór." Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, þar sem um 100 fatlaðir nemendur sækja skóla, tekur í sama streng: "Okkur er algjörlega misboðið yfir þessu og mér þykir það á mjög lágu pláni að beita fötluðum börnum í verkfallsaðgerðum. Það er að mínu mati ótrúlegt að kennarar skuli beita sér með þessum hætti. Þetta dregur úr tiltrú manns á kennarastéttina og ég get ekki ímyndað mér að allir kennarar séu sáttir við þessa niðurstöðu," sagði Gerður. Pálina Ósk Haraldsdóttir, sem á einhverfan son, sagði í samtali við Fréttablaðið að verkfallið kæmi afar illa við þau: "Ég er að breyta mínum vöktum og tek næturvaktir. Það þýðir að ég sef sama og ekkert og veit ekki hvað ég get haldið því lengi áfram," sagði Pálína. "Þetta er algjört neyðarástand og það er til skammar, og afskaplega ómanneskjulegt, að veita ekki undanþágur þeim sem eru mest þurfandi." Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi kennara í undanþágunefnd, segist ekki eiga von á því að afstaða nefndarinnar breytist þegar kemur að afgreiðslu fleiri undanþágubeiðna. "Samkvæmt þeim rökstuðningi sem ég lagði fram við afgreiðslu undanþágubeiðnanna í dag tel ég að ekki sé uppi neyðarástand frekar en á starfsdögum kennara, jólafríi eða páskafríi," sagði Þórarna og bætti við að ákvörðun um að hafna undanþágubeiðnum nú væri sett fram í trausti þess að verkfallið leystist fyrir næstu helgi. Aðspurð um hvort ekki hefði verið tilefni til að taka tillit til sérstakra aðstæðna fatlaðra barna sagði Þórarna: "Það eru misjafnar aðstæður hjá fólki, bæði þeim sem eiga fötluð og ófötluð börn, og á þessum tímapunkti geri ég í rauninni engan greinarmun á fötluðum nemendum og ófötluðum," sagði Þórarna. Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Engar undanþágur hafa verið veittar í yfirstandandi kennaraverkfalli. Í gær hafnaði fulltrúi kennara í undanþágunefnd að veita undanþágu vegna kennslu fatlaðra barna en fulltrúi sveitarfélaga vildi veita undanþágu. Alls tók nefndin afstöðu til fimm beiðna og hafnaði þeim öllum, en sex beiðnir þóttu ekki formlega rétt fram settar og ein beiðni var sett í bið. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir að foreldrar fatlaðra barna hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðu undanþágunefndar. "Maður hlýtur að spyrja sig að því hvort slík ákvörðun geti verið kennarastéttinni til framdráttar - að beita fyrir sig fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Það er mín skoðun að kennarar eigi skilið að fá vel borgað, en það er sama hve málstaðurinn er góður, það hljóta að vera takmörk fyrir því hvaða meðölum menn geta beitt," sagði Halldór." Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, þar sem um 100 fatlaðir nemendur sækja skóla, tekur í sama streng: "Okkur er algjörlega misboðið yfir þessu og mér þykir það á mjög lágu pláni að beita fötluðum börnum í verkfallsaðgerðum. Það er að mínu mati ótrúlegt að kennarar skuli beita sér með þessum hætti. Þetta dregur úr tiltrú manns á kennarastéttina og ég get ekki ímyndað mér að allir kennarar séu sáttir við þessa niðurstöðu," sagði Gerður. Pálina Ósk Haraldsdóttir, sem á einhverfan son, sagði í samtali við Fréttablaðið að verkfallið kæmi afar illa við þau: "Ég er að breyta mínum vöktum og tek næturvaktir. Það þýðir að ég sef sama og ekkert og veit ekki hvað ég get haldið því lengi áfram," sagði Pálína. "Þetta er algjört neyðarástand og það er til skammar, og afskaplega ómanneskjulegt, að veita ekki undanþágur þeim sem eru mest þurfandi." Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi kennara í undanþágunefnd, segist ekki eiga von á því að afstaða nefndarinnar breytist þegar kemur að afgreiðslu fleiri undanþágubeiðna. "Samkvæmt þeim rökstuðningi sem ég lagði fram við afgreiðslu undanþágubeiðnanna í dag tel ég að ekki sé uppi neyðarástand frekar en á starfsdögum kennara, jólafríi eða páskafríi," sagði Þórarna og bætti við að ákvörðun um að hafna undanþágubeiðnum nú væri sett fram í trausti þess að verkfallið leystist fyrir næstu helgi. Aðspurð um hvort ekki hefði verið tilefni til að taka tillit til sérstakra aðstæðna fatlaðra barna sagði Þórarna: "Það eru misjafnar aðstæður hjá fólki, bæði þeim sem eiga fötluð og ófötluð börn, og á þessum tímapunkti geri ég í rauninni engan greinarmun á fötluðum nemendum og ófötluðum," sagði Þórarna.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira