Á við góða hugleiðslu 10. desember 2004 00:01 "Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin. Matur Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin.
Matur Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira