Fréttablaðið mest lesið 1. nóvember 2004 00:01 Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fréttablaðið er langmest lesið dagblaða, en að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega, að því er fram kemur í nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Lestur blaðsins hefur því aukist um 3,7 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Á sama tíma dregur úr lestri Morgunblaðsins sem í október í fyrra mældist með 52,3 prósenta lestur, en er nú með 48,5 prósenta meðallestur á dag. Lestur Dagblaðsins fer úr 19,8 prósentum í 15,5 prósent. Spurt var hvort svarendur hefðu haft frían aðgang að miðlum í könnunarvikunni. 5,5 prósent höfðu fengið Morgunblaðið ókeypis, 2,5 prósent Dagblaðið, 1,0 prósent Stöð 2 og 0,5 prósent sáu Sýn án þess að greiða fyrir. Þorbjörn Broddason, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans, telur þó ekki að frídreifing skekki myndina. "Við erum í nýjum heimi þar sem heilt fríblað er reiknað inn við hliðina á keyptum blöðum.Ef Mogginn kýs að dreifa frítt að hluta hlýtur maður að dæma það á sama hátt og Fréttablaðið. Þetta skiptir minna máli en áður fyrr þegar öll blöð voru seld og svo gerði eitthvað eitt blað rosaátak meðan á könnun stóð," segir hann. Þegar horft er til uppsafnaðs meðallesturs og meðaláhorfs koma í ljós breytingar milli kannana. Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest notaði miðillinn og Sjónvarpið er enn í öðru sæti þó áhorf hafi farið í 62 prósent úr 66 prósentum. Stöð 2 sækir mikið á og tekur þriðja sætið af Morgunblaðinu. Í ágúst nam áhorfið 44 prósentum, en nemur nú 55 prósentum. Þorbjörn segir áhyggjuefni hljóta að vera fyrir Morgunblaðið að síga lítillega í hverri könnun allt árið. "Fréttablaðið hefur nánast staðið í stað, en bilið er aðeins að breikka á milli blaðanna," segir hann og bætir við að samdráttur í lestri Dagblaðsins hljóti jafnframt að vera áhyggjuefni. "Línan niður á við er aðeins brattari hjá DV en hjá Mogganum. Ég myndi í sporum beggja blaða halda áfram að hafa áhyggjur. Fréttablaðsmenn mega aftur á móti mjög vel una við sinn hlut," segir hann, en veltir upp þeirri spurningu hvort blaðalestur muni haldast þegar fram í sækir og telur teikn á lofti um að blaðalestur kunni að vera á undanhaldi. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 1. til 7. október. Í úrtakinu voru á endanum 1.502 á aldrinum 12 til 80 ára, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru 903 og svarhlutfall því 60,1 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira