Uppáhaldsstaður Gísla Óskarssonar 16. júní 2004 00:01 "Uppáhaldið mitt er óbyggðirnar á Íslandi eins og þær leggja sig og það er vegna þess að þá er ég laus við kerfið. Þá er ég kominn út fyrir hníf og gaffal," segir Gísli Óskarsson, kennari og fréttamaður í Vestmannaeyjum. Hann kveðst yfirleitt ferðast einn um óbyggðirnar og liggja úti, annað hvort á jörðinni eða í bílnum, og helst ekki koma nálægt vinsælum ferðamannastöðum nema þegar hann er með fjölskyldunni. Annað heillar Gísla líka. Það eru úteyjar Vestmannaeyja. "Þar er engin klukka eða annað sem truflar, maður er laus við útvarp og sjónvarp og er bara hluti af náttúrunni. Það líkar mér ákaflega vel." Gísli kveðst hafa gert mikið af því að rannsaka lundann og kvikmynda hátterni hans. Þá er það þolinmæðin sem gildir því lundinn er svo ofurviðkvæmur. "Holan er heimili hans," segir Gísli alvarlegur. "Ef maður truflar ungfugl að vori þegar hann er búinn að verpa þá yfirgefur hann eggið og viðbúið er að hann komi ekki aftur að holunni fyrr en í september, til að sópa út. En ef hann er búinn að koma upp einum unga og annar er settur í fóstur þá hættir hann ekki fyrr en hann er búinn að koma honum upp líka og jafnvel þeim þriðja. Þetta er ég búinn að prófa. Það er ótrúlegt að fylgjast með tilfinningalífi þessara fugla. Það er þetta sérstaka líf sem ég sækist eftir. Þess vegna fer ég út í óbyggðirnar." Tilboð Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Uppáhaldið mitt er óbyggðirnar á Íslandi eins og þær leggja sig og það er vegna þess að þá er ég laus við kerfið. Þá er ég kominn út fyrir hníf og gaffal," segir Gísli Óskarsson, kennari og fréttamaður í Vestmannaeyjum. Hann kveðst yfirleitt ferðast einn um óbyggðirnar og liggja úti, annað hvort á jörðinni eða í bílnum, og helst ekki koma nálægt vinsælum ferðamannastöðum nema þegar hann er með fjölskyldunni. Annað heillar Gísla líka. Það eru úteyjar Vestmannaeyja. "Þar er engin klukka eða annað sem truflar, maður er laus við útvarp og sjónvarp og er bara hluti af náttúrunni. Það líkar mér ákaflega vel." Gísli kveðst hafa gert mikið af því að rannsaka lundann og kvikmynda hátterni hans. Þá er það þolinmæðin sem gildir því lundinn er svo ofurviðkvæmur. "Holan er heimili hans," segir Gísli alvarlegur. "Ef maður truflar ungfugl að vori þegar hann er búinn að verpa þá yfirgefur hann eggið og viðbúið er að hann komi ekki aftur að holunni fyrr en í september, til að sópa út. En ef hann er búinn að koma upp einum unga og annar er settur í fóstur þá hættir hann ekki fyrr en hann er búinn að koma honum upp líka og jafnvel þeim þriðja. Þetta er ég búinn að prófa. Það er ótrúlegt að fylgjast með tilfinningalífi þessara fugla. Það er þetta sérstaka líf sem ég sækist eftir. Þess vegna fer ég út í óbyggðirnar."
Tilboð Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“