Innlent

Göng undir Almannaskarð

Sprengingar hefjast í dag vegna gerðar jarðganga undir Almannaskarð í grennd við Höfn í Hornafirði. Þau verða ellefu hundruð metra löng auk 90 metra og 70 metra vegskála við stitt hvorn enda. Ráðgert er að verkinu verði að fullu lokið eftir eitt ár. Vegalengdir styttast lítilsháttar við göngin, en þau munu hinsvegar stytta ferðatíma vegfarenda þar sem Almannaskarð er bratt og þar er oft illviðrasamt á veturna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×