Innlent

Bíllinn gjörbreytti lifnaðarháttum

Hann hefur verið kallaður þarfasti þjónninn og gjörbreytti lifnaðarháttum Íslendinga á öldinni sem leið. Hér er rætt um bílinn en bók dagsins fjallar um sögu hans hér á landi.  Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hvað það hefði þýtt fyrir framfarir og þróun hér á landi, hefði bíllinn ekki komið til sögunnar. Því segir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, sem ritað hefur Sögu bílsins, að hún sé líka saga þjóðarinnar. Hún fjalli meðal annars um það hvernig íslenska þjóðin hafi tekið bílana að sér og tileinkað sér þá, hagnýtt og breytti sér eftir bílunum. Lítið dæmi sé að fyrir daga bílsins þótti ágætt að komast til Akureyrar á viku en nú sé maður 4-5 tíma að keyra þangað. Ferðalag til Selfoss tók tvo sólarhringa á meðan þetta er aðeins skottúr, kannski 45 mínútur, á bílum nútímans. Hundrað ár eru síðan fyrstu bíllinn kom til landsins og síðan hefur hann lagt það undir sig. Í upphafi var barátta á milli bíla og járnbrauta og sjálfrennireiðin vann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×