Stjórnin deilir um skattalækkun 24. ágúst 2004 00:01 Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. Stjórnarfrumvarp um skattalækkanir hefur ekki verið kynnt og heimildir fréttastofu herma að ástæðan sé fyrst og fremst ágreiningur forystumanna stjórnarflokkanna um tímasetningar. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu drög að fjárlögum á fundum sínum í gær en þar voru ekki kynntar til sögunnar væntanlegar skattalækkanir. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 1. október. Samhliða því mun fjármálaráðherra leggja fram hliðarfrumvörp við fjárlagafrumvarpið, þar á meðal skattafrumvarp. Forystumenn beggja flokka hafa lýst því yfir að staðið verði við öll áform um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sjálfstæðismenn viljað lækka tekjuskattinn strax á næsta ári. Framsóknarmenn hafa viljað standa við skattalækkanir eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum en hallast að því að bíða þar til lengra er liðið á kjörtímabilið. Þeir vilja skoða framhaldið með hliðsjón af velferðarmálum og þróun efnahagsmála en varað hefur verið við lækkun tekjuskatts með tilliti til verðbólgu. Þá hefur einnig verið áherslumunur varðandi fjármagnstekjuskatt en sjálfstæðismenn eru fremur mótfallnir því að hann verði hækkaður og telja að það geti aukið fjárstreymi úr landi. Skattur af fjármagnstekjum er tíu prósent en tekjuskattur er fjörutíu prósent. Alls töldu Íslendingar fram 64 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra sem var fjörutíu prósentum meira en árið áður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Deilt er um það í ríkisstjórninni hvenær lækka eigi skatta. Framsóknarmenn vilja bíða með að lækka tekjuskatt þar til lengra er liðið á kjörtímabilið en sjálfstæðismenn vilja byrja að lækka hann strax á næsta ári. Stjórnarfrumvarp um skattalækkanir hefur ekki verið kynnt og heimildir fréttastofu herma að ástæðan sé fyrst og fremst ágreiningur forystumanna stjórnarflokkanna um tímasetningar. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu drög að fjárlögum á fundum sínum í gær en þar voru ekki kynntar til sögunnar væntanlegar skattalækkanir. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 1. október. Samhliða því mun fjármálaráðherra leggja fram hliðarfrumvörp við fjárlagafrumvarpið, þar á meðal skattafrumvarp. Forystumenn beggja flokka hafa lýst því yfir að staðið verði við öll áform um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sjálfstæðismenn viljað lækka tekjuskattinn strax á næsta ári. Framsóknarmenn hafa viljað standa við skattalækkanir eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum en hallast að því að bíða þar til lengra er liðið á kjörtímabilið. Þeir vilja skoða framhaldið með hliðsjón af velferðarmálum og þróun efnahagsmála en varað hefur verið við lækkun tekjuskatts með tilliti til verðbólgu. Þá hefur einnig verið áherslumunur varðandi fjármagnstekjuskatt en sjálfstæðismenn eru fremur mótfallnir því að hann verði hækkaður og telja að það geti aukið fjárstreymi úr landi. Skattur af fjármagnstekjum er tíu prósent en tekjuskattur er fjörutíu prósent. Alls töldu Íslendingar fram 64 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra sem var fjörutíu prósentum meira en árið áður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira