Kennaraviðræður sigldu í strand 10. október 2004 00:01 Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira