Kennaraviðræður sigldu í strand 10. október 2004 00:01 Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira