Frambjóðendur ógna ekki forsetanum 19. júní 2004 00:01 "Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
"Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira