Frambjóðendur ógna ekki forsetanum 19. júní 2004 00:01 "Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
"Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira