Fimmtán milljarðar til bænda 18. júní 2004 00:01 Kostnaðurinn af stuðningi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn, að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars vegar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra matvælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna eða sem nemur nær 210 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta er talsvert hærri upphæð en miðað er við í skýrslu forsætisráðherra um muninn á matvælaverði á Íslandi annars vegar og í ríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Þar var miðað við tölur frá árinu 2001 sem eru tæpum þremur milljörðum króna lægri en tölur síðustu tveggja ára. Munurinn skýrist að hluta af gengisfalli krónunnar 2001 sem þýddi að erlendar vörur urðu dýrari fyrir Íslendinga. Þar með mældist verðstuðningur við bændur minni en ella. Naumur meirihluti stuðningsins við bændur kemur úr ríkissjóði, átta milljarðar króna. Þar af eru 1.300 milljónir til komnar vegna skólahalds og rannsóknarstyrkja auk annarra almennra styrkja en tæpir sjö milljarðar eru beinir styrkir til bænda. Auk þessa þurfa neytendur að greiða hærra matvælaverð úti í búð vegna þess að háir tollar koma að mestu í veg fyrir innflutning landbúnaðarafurða frá útlöndum sem myndi auka samkeppni og lækka matvælaverð. Þessar takmarkanir kostuðu neytendur sjö milljarða króna sem komu fram í því að matvælaverð var hærra en ella sem því nemur. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir forsætisráðherra kom fram að matvælaverð væri helmingi (50 prósent) hærra hér en í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þar kom fram að ýmsar ástæður fyrir þessu en helsta leiðin til að lækka matvælaverð hérlendis var að mati skýrsluhöfunda það að opna fyrir innflutning matvæla eftir því sem heilbrigðissjónarmið og sóttvarnir leyfðu. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Kostnaðurinn af stuðningi við bændur á síðasta ári nam rúmlega 52 þúsund krónum á hvert mannsbarn, að meðaltali. Heildarkostnaðurinn, annars vegar í formi styrkja úr ríkissjóði og hins vegar í formi hærra matvælaverðs, nam rúmum fimmtán milljörðum króna eða sem nemur nær 210 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta er talsvert hærri upphæð en miðað er við í skýrslu forsætisráðherra um muninn á matvælaverði á Íslandi annars vegar og í ríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Þar var miðað við tölur frá árinu 2001 sem eru tæpum þremur milljörðum króna lægri en tölur síðustu tveggja ára. Munurinn skýrist að hluta af gengisfalli krónunnar 2001 sem þýddi að erlendar vörur urðu dýrari fyrir Íslendinga. Þar með mældist verðstuðningur við bændur minni en ella. Naumur meirihluti stuðningsins við bændur kemur úr ríkissjóði, átta milljarðar króna. Þar af eru 1.300 milljónir til komnar vegna skólahalds og rannsóknarstyrkja auk annarra almennra styrkja en tæpir sjö milljarðar eru beinir styrkir til bænda. Auk þessa þurfa neytendur að greiða hærra matvælaverð úti í búð vegna þess að háir tollar koma að mestu í veg fyrir innflutning landbúnaðarafurða frá útlöndum sem myndi auka samkeppni og lækka matvælaverð. Þessar takmarkanir kostuðu neytendur sjö milljarða króna sem komu fram í því að matvælaverð var hærra en ella sem því nemur. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir forsætisráðherra kom fram að matvælaverð væri helmingi (50 prósent) hærra hér en í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þar kom fram að ýmsar ástæður fyrir þessu en helsta leiðin til að lækka matvælaverð hérlendis var að mati skýrsluhöfunda það að opna fyrir innflutning matvæla eftir því sem heilbrigðissjónarmið og sóttvarnir leyfðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira