Ævintýrahús í garðinum 19. júlí 2004 00:01 Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn. Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn.
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira