Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar 26. ágúst 2004 00:01 Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira