Ný úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Forsætisráðherra hefur skipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til næstu fjögurra ára. Nefndarmenn verða Páll S. Hreinsson prófessor sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Friðgeir Björnsson héraðsdómari og Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður.