Kosið um lögin í byrjun ágúst 11. júní 2004 00:01 Skipuð hefur verið nefnd fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni sitja Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, formaður hópsins, Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Auk þeirra er Kristján Andri Stefánsson í nefndinni af hálfu forsætisráðuneytisins. Fundurinn var haldinn samkvæmt ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Hann stóð stutt yfir og lauk með því að forsætisráðherra sleit fundinum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu að fundi loknum að fundurinn hefði verið sýndarmennska ein, ekki hafi verið ætlun formanna stjórnarflokkanna að hafa samráð við stjórnarandstöðu. Forsætisráðherra hafi rokið upp og slitið fundi þegar stjórnarandstaðan hóf að ræða um að ekki ætti að setja lög um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðspurður sagði forsætisráðherra að ekki hefði verið um ágreining að ræða á fundinum: "Kannski hegðunarvandamál, ekkert annað. Forystumenn stjórnarflokkanna vildu ekki ganga til þessa fundar með því að menn byrjuðu á því að setja skilyrði þeim aðilum sem við vorum að tala við. Við töldum að Ögmundur Jónasson hafi þegar í upphafi byrjað að setja þau skilyrði sem ætti að vinna eftir, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Það er okkar skoðun að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman," sagði Davíð. Hann sagði að samstaða hafi þó verið um hvenær kalla ætti þingið saman. "Ekki þótti skynsamlegt að kalla þingið saman í júní vegna þess að í fyrsta lagi er nú 17. júní framundan og þinghúsið er eins og það er og síðan eru forsetakosningar, það myndi trufla þær," sagði Davíð. Hann sagði að ekki væri stefnt á að setja bráðabirgðalög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar en líklega myndi það taka þingið viku til tíu daga að afgreiða málið. Hann sagði áætlaðan kostnað við þjóðaratkvæðagreiðsluna á bilinu 100-200 milljónir króna. Ekki væri ætlunin að Alþingi veiti peninga til stjórnmálaflokkanna til kynningar á frumvarpinu Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Skipuð hefur verið nefnd fjögurra hæstaréttarlögmanna til að undirbúa frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Í henni sitja Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, formaður hópsins, Andri Árnason, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Auk þeirra er Kristján Andri Stefánsson í nefndinni af hálfu forsætisráðuneytisins. Fundurinn var haldinn samkvæmt ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Hann stóð stutt yfir og lauk með því að forsætisráðherra sleit fundinum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu að fundi loknum að fundurinn hefði verið sýndarmennska ein, ekki hafi verið ætlun formanna stjórnarflokkanna að hafa samráð við stjórnarandstöðu. Forsætisráðherra hafi rokið upp og slitið fundi þegar stjórnarandstaðan hóf að ræða um að ekki ætti að setja lög um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðspurður sagði forsætisráðherra að ekki hefði verið um ágreining að ræða á fundinum: "Kannski hegðunarvandamál, ekkert annað. Forystumenn stjórnarflokkanna vildu ekki ganga til þessa fundar með því að menn byrjuðu á því að setja skilyrði þeim aðilum sem við vorum að tala við. Við töldum að Ögmundur Jónasson hafi þegar í upphafi byrjað að setja þau skilyrði sem ætti að vinna eftir, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Það er okkar skoðun að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman," sagði Davíð. Hann sagði að samstaða hafi þó verið um hvenær kalla ætti þingið saman. "Ekki þótti skynsamlegt að kalla þingið saman í júní vegna þess að í fyrsta lagi er nú 17. júní framundan og þinghúsið er eins og það er og síðan eru forsetakosningar, það myndi trufla þær," sagði Davíð. Hann sagði að ekki væri stefnt á að setja bráðabirgðalög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar en líklega myndi það taka þingið viku til tíu daga að afgreiða málið. Hann sagði áætlaðan kostnað við þjóðaratkvæðagreiðsluna á bilinu 100-200 milljónir króna. Ekki væri ætlunin að Alþingi veiti peninga til stjórnmálaflokkanna til kynningar á frumvarpinu
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira