Ekki vafasamt fólk til landsins 8. nóvember 2004 00:01 "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
"Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira