Störfum fækkar jafnt og þétt 26. september 2004 00:01 Siglfirðingar hafa þungar áhyggjur af atvinnumálum í bænum en störfum hefur snarfækkað á undanförnum árum og íbúum um leið. Nýjasta höggið er rækjubresturinn sem kemur sárlega niður á Siglufirði og bendir flest til þess að Þormóður rammi - Sæberg leggi tveimur rækjutogara sinna og geri þann þriðja út, annars staðar frá. Á félagsfundi Verkalýðsfélagsins Vöku á laugardag var samþykkt ályktun þar sem þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sameinast um að snúa vörn í sókn. Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku segir að gífurlegur samdráttur hafi orðið á skömmum tíma. "Fyrir nokkrum árum unnu 25 félagsmenn í síldarverksmiðjunni, nú eru þeir sex. Þá voru átta á skrifstofunni en eru tveir í dag. Fyrir örfáum árum unnu 120 manns á tuttugu tíma vöktum á sólarhring, sex daga vikunnar, í rækjuverksmiðju Þormóðs ramma - Sæbergs. Núna eru þar 60 manns á sextán tíma vöktum, fimm daga vikunnar. Yfir tuttugu manns unnu í rækjuvinnslunni Pólum, það fyrirtæki hefur lagt upp laupana. Siglfirðingur hf. gerði út tvö frystiskip, þau eru horfin og í þeirra stað kominn smábáturinn Keilir. Störfum sjómanna hefur fækkað hjá Þormóði ramma - Sæbergi. Svona get ég haldið áfram," segir Signý og bendir á að allur þessi samdráttur komi að auki illa niður á þjónustufyrirtækjum í landi. Hún var í gær á leið til Reykjavíkur með bílinn sinn í sprautun, einhvern tíma hefði slíka þjónustu verið að fá á Siglufirði. Signý segir að um tuttugu manns séu á atvinnuleysisskrá en það gefi reyndar ekki rétta mynd af ástandinu því fólk flytji úr bænum þegar það missi vinnuna. Ólafur Kárason formaður bæjarráðs Siglufjarðar segir ástandið dapurt og að enn geti dökknað. "Hljóðið er þungt í bæjarbúum en það má ekki mála þetta of dökkum litum. Við verðum að halda í bjartsýnina," sagði hann í spjalli í gær. Ólafur gat ekki svarað með hvaða hætti bæjarstjórnin gæti komið að málum en sagði þó stefnt að því að hitta forsætisráðherra að máli. "Við ætlum að reyna að funda með honum og fara yfir stöðuna." Óvíst er hvenær af fundinum getur orðið en fulltrúar bæjarins eru á suðurleið á þriðjudag til árlegra viðræðna við fjárlaganefnd Alþingis. Reynt verður að hitta ráðherrann í leiðinni. Ólafur Kárason er trúr þeirri afstöðu sinni að bjartsýni sé nauðsynleg og svarar, "auðvitað eru alltaf tækifæri," spurður hvort einhver leið sé út úr vandanum. Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Siglfirðingar hafa þungar áhyggjur af atvinnumálum í bænum en störfum hefur snarfækkað á undanförnum árum og íbúum um leið. Nýjasta höggið er rækjubresturinn sem kemur sárlega niður á Siglufirði og bendir flest til þess að Þormóður rammi - Sæberg leggi tveimur rækjutogara sinna og geri þann þriðja út, annars staðar frá. Á félagsfundi Verkalýðsfélagsins Vöku á laugardag var samþykkt ályktun þar sem þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sameinast um að snúa vörn í sókn. Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku segir að gífurlegur samdráttur hafi orðið á skömmum tíma. "Fyrir nokkrum árum unnu 25 félagsmenn í síldarverksmiðjunni, nú eru þeir sex. Þá voru átta á skrifstofunni en eru tveir í dag. Fyrir örfáum árum unnu 120 manns á tuttugu tíma vöktum á sólarhring, sex daga vikunnar, í rækjuverksmiðju Þormóðs ramma - Sæbergs. Núna eru þar 60 manns á sextán tíma vöktum, fimm daga vikunnar. Yfir tuttugu manns unnu í rækjuvinnslunni Pólum, það fyrirtæki hefur lagt upp laupana. Siglfirðingur hf. gerði út tvö frystiskip, þau eru horfin og í þeirra stað kominn smábáturinn Keilir. Störfum sjómanna hefur fækkað hjá Þormóði ramma - Sæbergi. Svona get ég haldið áfram," segir Signý og bendir á að allur þessi samdráttur komi að auki illa niður á þjónustufyrirtækjum í landi. Hún var í gær á leið til Reykjavíkur með bílinn sinn í sprautun, einhvern tíma hefði slíka þjónustu verið að fá á Siglufirði. Signý segir að um tuttugu manns séu á atvinnuleysisskrá en það gefi reyndar ekki rétta mynd af ástandinu því fólk flytji úr bænum þegar það missi vinnuna. Ólafur Kárason formaður bæjarráðs Siglufjarðar segir ástandið dapurt og að enn geti dökknað. "Hljóðið er þungt í bæjarbúum en það má ekki mála þetta of dökkum litum. Við verðum að halda í bjartsýnina," sagði hann í spjalli í gær. Ólafur gat ekki svarað með hvaða hætti bæjarstjórnin gæti komið að málum en sagði þó stefnt að því að hitta forsætisráðherra að máli. "Við ætlum að reyna að funda með honum og fara yfir stöðuna." Óvíst er hvenær af fundinum getur orðið en fulltrúar bæjarins eru á suðurleið á þriðjudag til árlegra viðræðna við fjárlaganefnd Alþingis. Reynt verður að hitta ráðherrann í leiðinni. Ólafur Kárason er trúr þeirri afstöðu sinni að bjartsýni sé nauðsynleg og svarar, "auðvitað eru alltaf tækifæri," spurður hvort einhver leið sé út úr vandanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira