Störfum fækkar jafnt og þétt 26. september 2004 00:01 Siglfirðingar hafa þungar áhyggjur af atvinnumálum í bænum en störfum hefur snarfækkað á undanförnum árum og íbúum um leið. Nýjasta höggið er rækjubresturinn sem kemur sárlega niður á Siglufirði og bendir flest til þess að Þormóður rammi - Sæberg leggi tveimur rækjutogara sinna og geri þann þriðja út, annars staðar frá. Á félagsfundi Verkalýðsfélagsins Vöku á laugardag var samþykkt ályktun þar sem þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sameinast um að snúa vörn í sókn. Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku segir að gífurlegur samdráttur hafi orðið á skömmum tíma. "Fyrir nokkrum árum unnu 25 félagsmenn í síldarverksmiðjunni, nú eru þeir sex. Þá voru átta á skrifstofunni en eru tveir í dag. Fyrir örfáum árum unnu 120 manns á tuttugu tíma vöktum á sólarhring, sex daga vikunnar, í rækjuverksmiðju Þormóðs ramma - Sæbergs. Núna eru þar 60 manns á sextán tíma vöktum, fimm daga vikunnar. Yfir tuttugu manns unnu í rækjuvinnslunni Pólum, það fyrirtæki hefur lagt upp laupana. Siglfirðingur hf. gerði út tvö frystiskip, þau eru horfin og í þeirra stað kominn smábáturinn Keilir. Störfum sjómanna hefur fækkað hjá Þormóði ramma - Sæbergi. Svona get ég haldið áfram," segir Signý og bendir á að allur þessi samdráttur komi að auki illa niður á þjónustufyrirtækjum í landi. Hún var í gær á leið til Reykjavíkur með bílinn sinn í sprautun, einhvern tíma hefði slíka þjónustu verið að fá á Siglufirði. Signý segir að um tuttugu manns séu á atvinnuleysisskrá en það gefi reyndar ekki rétta mynd af ástandinu því fólk flytji úr bænum þegar það missi vinnuna. Ólafur Kárason formaður bæjarráðs Siglufjarðar segir ástandið dapurt og að enn geti dökknað. "Hljóðið er þungt í bæjarbúum en það má ekki mála þetta of dökkum litum. Við verðum að halda í bjartsýnina," sagði hann í spjalli í gær. Ólafur gat ekki svarað með hvaða hætti bæjarstjórnin gæti komið að málum en sagði þó stefnt að því að hitta forsætisráðherra að máli. "Við ætlum að reyna að funda með honum og fara yfir stöðuna." Óvíst er hvenær af fundinum getur orðið en fulltrúar bæjarins eru á suðurleið á þriðjudag til árlegra viðræðna við fjárlaganefnd Alþingis. Reynt verður að hitta ráðherrann í leiðinni. Ólafur Kárason er trúr þeirri afstöðu sinni að bjartsýni sé nauðsynleg og svarar, "auðvitað eru alltaf tækifæri," spurður hvort einhver leið sé út úr vandanum. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Siglfirðingar hafa þungar áhyggjur af atvinnumálum í bænum en störfum hefur snarfækkað á undanförnum árum og íbúum um leið. Nýjasta höggið er rækjubresturinn sem kemur sárlega niður á Siglufirði og bendir flest til þess að Þormóður rammi - Sæberg leggi tveimur rækjutogara sinna og geri þann þriðja út, annars staðar frá. Á félagsfundi Verkalýðsfélagsins Vöku á laugardag var samþykkt ályktun þar sem þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sameinast um að snúa vörn í sókn. Signý Jóhannesdóttir formaður Vöku segir að gífurlegur samdráttur hafi orðið á skömmum tíma. "Fyrir nokkrum árum unnu 25 félagsmenn í síldarverksmiðjunni, nú eru þeir sex. Þá voru átta á skrifstofunni en eru tveir í dag. Fyrir örfáum árum unnu 120 manns á tuttugu tíma vöktum á sólarhring, sex daga vikunnar, í rækjuverksmiðju Þormóðs ramma - Sæbergs. Núna eru þar 60 manns á sextán tíma vöktum, fimm daga vikunnar. Yfir tuttugu manns unnu í rækjuvinnslunni Pólum, það fyrirtæki hefur lagt upp laupana. Siglfirðingur hf. gerði út tvö frystiskip, þau eru horfin og í þeirra stað kominn smábáturinn Keilir. Störfum sjómanna hefur fækkað hjá Þormóði ramma - Sæbergi. Svona get ég haldið áfram," segir Signý og bendir á að allur þessi samdráttur komi að auki illa niður á þjónustufyrirtækjum í landi. Hún var í gær á leið til Reykjavíkur með bílinn sinn í sprautun, einhvern tíma hefði slíka þjónustu verið að fá á Siglufirði. Signý segir að um tuttugu manns séu á atvinnuleysisskrá en það gefi reyndar ekki rétta mynd af ástandinu því fólk flytji úr bænum þegar það missi vinnuna. Ólafur Kárason formaður bæjarráðs Siglufjarðar segir ástandið dapurt og að enn geti dökknað. "Hljóðið er þungt í bæjarbúum en það má ekki mála þetta of dökkum litum. Við verðum að halda í bjartsýnina," sagði hann í spjalli í gær. Ólafur gat ekki svarað með hvaða hætti bæjarstjórnin gæti komið að málum en sagði þó stefnt að því að hitta forsætisráðherra að máli. "Við ætlum að reyna að funda með honum og fara yfir stöðuna." Óvíst er hvenær af fundinum getur orðið en fulltrúar bæjarins eru á suðurleið á þriðjudag til árlegra viðræðna við fjárlaganefnd Alþingis. Reynt verður að hitta ráðherrann í leiðinni. Ólafur Kárason er trúr þeirri afstöðu sinni að bjartsýni sé nauðsynleg og svarar, "auðvitað eru alltaf tækifæri," spurður hvort einhver leið sé út úr vandanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira