Innlent

Barist á banaspjótum í Hafnarfirði

Það var hart barist í Hafnarfirði í dag og gneistaði af sverðum. Allt var þó í mestu vinsemd því átökin voru í tengslum við Víkingahátíðina í Hafnarfirði sem orðin er árlegur viðburður í námunda við sólstöður. Um 150 víkingar mættu til hátíðarinnar nú, þar af um 100 frá útlöndum og flestir frá Skandinavíu. Þó komu sumir gestir lengra að eins og afrískur leikhúshópur sem kom með framandi og ferskan blæ, en þess má geta að sá hópur mun einnig skemmta á Listahátíð Hafnarfjarðar. Á víkingahátíðinni sýndu víkingarnir ýmislegt frá tíð forfeðranna eins og handverk margs konar, og ekki síður fangbrögð og baradagalist. Þegar tökumaður Stöðvar 2 átti leið þar um var ekki annað að sjá en að fólk sýndi þessum fulltrúum fortíðarinnar mikinn áhuga. Hátíðinni, sem hófst á miðvikudag, lýkur í kvöld. Hægt er að horfa á skemmtilegar myndir frá hátíðinni í VefTíVí-inu hér á síðunni.      



Fleiri fréttir

Sjá meira


×