Brotna styttan verður sem ný 21. júlí 2004 00:01 Flestir kannast við að hafa beinlínis grátið úr sorg þegar uppáhaldsstyttan eða skálin fór í gólfið og mölbrotnaði. Titrandi úr gremju týnir fólk saman brotin og ef styttan er ekki því verr farin er límið sótt og hafist handa við að klastra styttunni saman. Árangurin er dæmdur til að mislukkast. Jón Vilhjálmsson, sem hefur sérhæft sig í að gera við styttur, segir að erfiðustu tilfellin séu þegar fólk kemur með illa límda styttu sem það vill láta gera við. "Þá þarf ég að byrja á því að brjóta allt upp og taka límið af, sem er miklu verra. Það tekur oft lengri tíma að hreinsa styttuna en gera við hana." Jón hefur verið í styttuviðgerðum í mörg ár en byrjaði smátt fyrir vini og kunningja. "Þetta hófst eiginlega með útskurðarnámskeiði og því að ég gerði við heljarmikla ljósakrónu sem var útskorin. Ég fór svo að dútla við stytturnar og smám saman vatt það upp á sig." En hversu illa brotnar mega stytturnar vera til að Jón geti gert þær eins og nýjar? "Ja, þessi sem ég er að gera við var til dæmis í 16 molum. Ég fylli í hana, mála og lakka og set glassúrinn yfir. Það er líka í lagi þó brot vanti því ég steypi bara ný. Ég held að ég geti nánast gert við allar styttur hversu illa sem þær eru brotnar," segir Jón og brosir. Jón hefur aðstöðu fyrir styttuviðgerðirnar í Klink og Bank í Brautarholti 4, þar sem hann dundar sér líka við að mála. Síminn hjá honum er 690 8069. Hús og heimili Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira
Flestir kannast við að hafa beinlínis grátið úr sorg þegar uppáhaldsstyttan eða skálin fór í gólfið og mölbrotnaði. Titrandi úr gremju týnir fólk saman brotin og ef styttan er ekki því verr farin er límið sótt og hafist handa við að klastra styttunni saman. Árangurin er dæmdur til að mislukkast. Jón Vilhjálmsson, sem hefur sérhæft sig í að gera við styttur, segir að erfiðustu tilfellin séu þegar fólk kemur með illa límda styttu sem það vill láta gera við. "Þá þarf ég að byrja á því að brjóta allt upp og taka límið af, sem er miklu verra. Það tekur oft lengri tíma að hreinsa styttuna en gera við hana." Jón hefur verið í styttuviðgerðum í mörg ár en byrjaði smátt fyrir vini og kunningja. "Þetta hófst eiginlega með útskurðarnámskeiði og því að ég gerði við heljarmikla ljósakrónu sem var útskorin. Ég fór svo að dútla við stytturnar og smám saman vatt það upp á sig." En hversu illa brotnar mega stytturnar vera til að Jón geti gert þær eins og nýjar? "Ja, þessi sem ég er að gera við var til dæmis í 16 molum. Ég fylli í hana, mála og lakka og set glassúrinn yfir. Það er líka í lagi þó brot vanti því ég steypi bara ný. Ég held að ég geti nánast gert við allar styttur hversu illa sem þær eru brotnar," segir Jón og brosir. Jón hefur aðstöðu fyrir styttuviðgerðirnar í Klink og Bank í Brautarholti 4, þar sem hann dundar sér líka við að mála. Síminn hjá honum er 690 8069.
Hús og heimili Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira