Stjórnarandstaðan ber kvíðboga 21. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira