Segir kaupin furðuleg 4. september 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu. Ingibjörg segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hún heyrði fréttirnar í gærkvöld af kaupum Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Hún segir fréttirnar í raun furðulegar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því ríkisstjórnin hafi þá stefnu að einkavæða, en með þessu sé hún að ríkisvæð fjölmiðil. Í öðru lagi sé þetta í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið frá í vor, þegar ríkisstjórnin hafði þá stefnu að markaðsráðandi fyrirtæki mætti helst ekkert eiga í ljósvakamiðlum. Nú sé markaðsráðandi ríkisfyrirtæki, Síminn, að kaupa 25% í fjölmiðlafyrirtæki. Hún segist ekki átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé, því varla sé þetta gert án samráðs við fjármálaráðherra sem fari með hlutabréfið í Símanum. Ingibjörg segir það þó vissulega rétt að kaupin séu í samræmi við ríkjandi lög, þar sem fjölmiðlafrumvarpið hafi jú verið dregið til baka á endanum. Þó megi ekki gleyma að frumvarpið eins og það var lagt fram endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráði för varðandi Símann. Hún segist halda að þetta hljóti að vera liður í flókinni leikfléttu sem muni koma í ljós þegar fram líði stundir. Hún segist þó ekki enn vita hver sú flétta sé en þetta beri keim af hagsmunakapphlaupi áður en kemur að sölu Símans. Ingibjörg telur þessi viðskipti vísbendingu um breyttar áherslur þegar farið verður að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu. Ingibjörg segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hún heyrði fréttirnar í gærkvöld af kaupum Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Hún segir fréttirnar í raun furðulegar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því ríkisstjórnin hafi þá stefnu að einkavæða, en með þessu sé hún að ríkisvæð fjölmiðil. Í öðru lagi sé þetta í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið frá í vor, þegar ríkisstjórnin hafði þá stefnu að markaðsráðandi fyrirtæki mætti helst ekkert eiga í ljósvakamiðlum. Nú sé markaðsráðandi ríkisfyrirtæki, Síminn, að kaupa 25% í fjölmiðlafyrirtæki. Hún segist ekki átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé, því varla sé þetta gert án samráðs við fjármálaráðherra sem fari með hlutabréfið í Símanum. Ingibjörg segir það þó vissulega rétt að kaupin séu í samræmi við ríkjandi lög, þar sem fjölmiðlafrumvarpið hafi jú verið dregið til baka á endanum. Þó megi ekki gleyma að frumvarpið eins og það var lagt fram endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráði för varðandi Símann. Hún segist halda að þetta hljóti að vera liður í flókinni leikfléttu sem muni koma í ljós þegar fram líði stundir. Hún segist þó ekki enn vita hver sú flétta sé en þetta beri keim af hagsmunakapphlaupi áður en kemur að sölu Símans. Ingibjörg telur þessi viðskipti vísbendingu um breyttar áherslur þegar farið verður að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels