Bensínverð að sliga heimilin 8. október 2004 00:01 Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira