Barnageðdeild í óviðunandi húsnæði 8. október 2004 00:01 Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira