Lán bankanna verði skoðuð 12. september 2004 00:01 Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, vill að Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið skoði íbúðalán bankanna. Formlegt erindi verður sent þessum stofnunum á næstu dögum. Gylfi segir algerlega ljóst að bönkunum sé óheimilt að taka sérstakt gjald vegna uppgreiðslu lána. Alþýðusamband Íslands hefur haldið því fram að bönkunum sé óheimilt að taka sérstakt tveggja prósenta gjald af neytendum sem vilja greiða upp lán sín áður en lánstíma lýkur, enda falli öll íbúðalán undir svokölluð neytendalán. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa á móti haldið því fram að íbúðalán væru ekki neytendalán og því væri bönkunum heimilt að innheimta slíkt gjald, líkt og af öðrum lánum sem væru til lengri tíma en fimm ára. Gylfi Arnbjörnsson segir að íbúðalán hafi áður verið undanskilin lögum um neytendalán en lögunum verið breytt á síðustu árum. Hann segir að nú séu öll lán sem neytendur taki af bönkum og sparisjóðum skilgreind sem neytendalán. Gylfi segir að reglugerð viðskiptaráðuneytisins hafi ekki verið uppfærð í samræmi við lagabreytinguna. Það sé aftur á móti ótvírætt að íbúðalán séu neytendalán og því séu bankarnir að brjóta lög ef þeir haldi því til streitu að innheimta slíkt gjald. Hann segir tvö prósent gjald vera æði mikið og því taki langan tíma að vinna það upp. Gylfa finnst skondið að bankarnir séu að hvetja fólk til að greiða upp lán með því að taka ný lán, en kynni í leiðinni að það eigi að setja uppgreiðsluálag nýju lánin. Hann segist auðvitað fagna því að bankarnir lækki vexti en ASÍ vill endilega benda á að umrætt gjald er ekki heimilt. Fjármál Innlent Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, vill að Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið skoði íbúðalán bankanna. Formlegt erindi verður sent þessum stofnunum á næstu dögum. Gylfi segir algerlega ljóst að bönkunum sé óheimilt að taka sérstakt gjald vegna uppgreiðslu lána. Alþýðusamband Íslands hefur haldið því fram að bönkunum sé óheimilt að taka sérstakt tveggja prósenta gjald af neytendum sem vilja greiða upp lán sín áður en lánstíma lýkur, enda falli öll íbúðalán undir svokölluð neytendalán. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa á móti haldið því fram að íbúðalán væru ekki neytendalán og því væri bönkunum heimilt að innheimta slíkt gjald, líkt og af öðrum lánum sem væru til lengri tíma en fimm ára. Gylfi Arnbjörnsson segir að íbúðalán hafi áður verið undanskilin lögum um neytendalán en lögunum verið breytt á síðustu árum. Hann segir að nú séu öll lán sem neytendur taki af bönkum og sparisjóðum skilgreind sem neytendalán. Gylfi segir að reglugerð viðskiptaráðuneytisins hafi ekki verið uppfærð í samræmi við lagabreytinguna. Það sé aftur á móti ótvírætt að íbúðalán séu neytendalán og því séu bankarnir að brjóta lög ef þeir haldi því til streitu að innheimta slíkt gjald. Hann segir tvö prósent gjald vera æði mikið og því taki langan tíma að vinna það upp. Gylfa finnst skondið að bankarnir séu að hvetja fólk til að greiða upp lán með því að taka ný lán, en kynni í leiðinni að það eigi að setja uppgreiðsluálag nýju lánin. Hann segist auðvitað fagna því að bankarnir lækki vexti en ASÍ vill endilega benda á að umrætt gjald er ekki heimilt.
Fjármál Innlent Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira