Myndi tryggja hagsmuni Íslendinga 8. ágúst 2004 00:01 Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira