Flestir vilja Geir í formannsstól 29. júní 2004 00:01 Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku vilja sjá Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Oddsson lætur af störfum, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 17,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust hins vegar vilja sjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sem formann Sjálfstæðisflokksins láti Davíð Oddsson af störfum. Stuðningur við Geir Haarde virðist hafa dalað örlítið frá síðustu skoðanakönnun blaðsins sem tekin var í mars. Þá sögðust rúm 72 prósent aðspurðra vildu sjá Geir taka við af Davíð. Fylgi Þorgerðar Katrínar virðist hins vegar hafa aukist nokkuð, úr 14,4 prósentum í 17,5. Þessar breytingar eru þó innan skekkjumarka. Skoðanakönnun mars nú Geir H. Haarde 72,1% 70,3% Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 14,4% 17,5% Björn Bjarnason 6,0% 2,1% Halldór Blöndal 1,0% 1,6% Aðrir mældust með mun minni stuðning. 2,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku nefndu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hugsanlegan arftaka Davíðs og 1,6 prósent nefndu Halldór Blöndal, forseta Alþingis. Þá vildu 0,8 prósent sjá Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, taka við af Davíð sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla í könnuninni. 21,5 prósent kvenna sem afstöðu tóku vildu sjá Þorgerði Katrínu sem formann Sjálfstæðisflokksins láti Davíð Oddsson af störfum. 14,5 prósent karla vildu sjá slíkt hið sama. Þá virðist Geir njóta nokkuð meira fylgis karla, 72 prósent karla nefndu hann samanborið við rúm 68 prósent kvenna. Nokkuð færri konur tóku hins vegar afstöðu en karlar. Meðal annarra sem nefndir voru í könnuninni voru Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður, Sigríður Anna Þórðardóttir, verðandi umhverfisráðherra, Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern vilt þú sjá sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Oddsson lætur af störfum? Tæpur helmingur aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku vilja sjá Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Oddsson lætur af störfum, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 17,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust hins vegar vilja sjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sem formann Sjálfstæðisflokksins láti Davíð Oddsson af störfum. Stuðningur við Geir Haarde virðist hafa dalað örlítið frá síðustu skoðanakönnun blaðsins sem tekin var í mars. Þá sögðust rúm 72 prósent aðspurðra vildu sjá Geir taka við af Davíð. Fylgi Þorgerðar Katrínar virðist hins vegar hafa aukist nokkuð, úr 14,4 prósentum í 17,5. Þessar breytingar eru þó innan skekkjumarka. Skoðanakönnun mars nú Geir H. Haarde 72,1% 70,3% Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 14,4% 17,5% Björn Bjarnason 6,0% 2,1% Halldór Blöndal 1,0% 1,6% Aðrir mældust með mun minni stuðning. 2,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku nefndu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hugsanlegan arftaka Davíðs og 1,6 prósent nefndu Halldór Blöndal, forseta Alþingis. Þá vildu 0,8 prósent sjá Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, taka við af Davíð sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla í könnuninni. 21,5 prósent kvenna sem afstöðu tóku vildu sjá Þorgerði Katrínu sem formann Sjálfstæðisflokksins láti Davíð Oddsson af störfum. 14,5 prósent karla vildu sjá slíkt hið sama. Þá virðist Geir njóta nokkuð meira fylgis karla, 72 prósent karla nefndu hann samanborið við rúm 68 prósent kvenna. Nokkuð færri konur tóku hins vegar afstöðu en karlar. Meðal annarra sem nefndir voru í könnuninni voru Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður, Sigríður Anna Þórðardóttir, verðandi umhverfisráðherra, Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern vilt þú sjá sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Oddsson lætur af störfum? Tæpur helmingur aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira