Engin sálgæsla fyrir hina dæmdu 27. október 2004 00:01 Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu. Fram hefur komið í fréttum að karlmaður, sem í fyrradag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi, framdi sjálfsmorð í kjölfar dómsins. Rannsóknir hafa sýnt að þegar þungir dómar, þriggja ára fangelsi eða meira, eru kveðnir upp yfir mönnum, eykst sjálfsvígshætta umtalsvert. Vegna þessarar hættu fylgist starfsfólk Fangelsismálastofnunar mjög vel með líðan manna sem koma inn til afplánunar. Eftirlitið nær hins vegar ekki til þeirra manna sem ganga lausir þegar þeir fá dóma því stofnunin hefur ekki afskipti af málum þeirra fyrr en þeir hefja afplánun. Björn Harðarson sálfræðingur hefur unnið náið með föngum, m.a. á vegum Fangelsismálastofnunar. Honum finnst mikilvægt að fylgst sé með mönnum sem fái þyngra dóma frá því að dómur fellur, án þess að vita samt nákvæmlega hvernig hægt var að gera það. Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykavíkur, segir að dómstólar landsins sinni eingöngu því hlutverki að dæma í málum. Þegar dómur hafi verið kveðinn upp ljúki afskiptum dómstólsins af sakamönnum. Hvað varðar lögreglu segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn að þætti lögreglu ljúki yfirleitt með rannsóknarvinnunni. Í alvarlegum málum er lögregla hluti ákæruvaldsins en afskiptum lögreglu ljúki alltént um leið og dómur er fallinn. Þrátt fyrir hættuna er það því enginn sem hefur það hlutverk að sinna sálgæslu manna með tilliti til sjálfsvígshættu, ef þeir hefja ekki afplánun strax. Fréttir Innlent Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Enginn hefur eftirlit með sálarheill þeirra manna sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun strax, þótt mikil hætta sé á sjálfsvígi eftir að dómur er kveðinn upp. Fangelsismálastofnun, dómstólar og lögregla segja öll að það sé ekki hlutverk þeirra að sinna slíkri sálgæslu. Fram hefur komið í fréttum að karlmaður, sem í fyrradag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt stjúpdóttur sína grófu kynferðisofbeldi, framdi sjálfsmorð í kjölfar dómsins. Rannsóknir hafa sýnt að þegar þungir dómar, þriggja ára fangelsi eða meira, eru kveðnir upp yfir mönnum, eykst sjálfsvígshætta umtalsvert. Vegna þessarar hættu fylgist starfsfólk Fangelsismálastofnunar mjög vel með líðan manna sem koma inn til afplánunar. Eftirlitið nær hins vegar ekki til þeirra manna sem ganga lausir þegar þeir fá dóma því stofnunin hefur ekki afskipti af málum þeirra fyrr en þeir hefja afplánun. Björn Harðarson sálfræðingur hefur unnið náið með föngum, m.a. á vegum Fangelsismálastofnunar. Honum finnst mikilvægt að fylgst sé með mönnum sem fái þyngra dóma frá því að dómur fellur, án þess að vita samt nákvæmlega hvernig hægt var að gera það. Helgi Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykavíkur, segir að dómstólar landsins sinni eingöngu því hlutverki að dæma í málum. Þegar dómur hafi verið kveðinn upp ljúki afskiptum dómstólsins af sakamönnum. Hvað varðar lögreglu segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn að þætti lögreglu ljúki yfirleitt með rannsóknarvinnunni. Í alvarlegum málum er lögregla hluti ákæruvaldsins en afskiptum lögreglu ljúki alltént um leið og dómur er fallinn. Þrátt fyrir hættuna er það því enginn sem hefur það hlutverk að sinna sálgæslu manna með tilliti til sjálfsvígshættu, ef þeir hefja ekki afplánun strax.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira