Innlent

Keppir í fegurð í Kína

Halldóra Rut Bjarnadóttir verður fulltrúi Íslands í keppninni Miss International 2004, sem fram fer í Peking í Kína 16. október næstkomandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fegurðarsamkeppni Íslands. Halldóra Rut heldur til Tókýó næsta laugardag, þar mun hún dveljast ásamt um 60 öðrum keppendum til 7. október. Þá fer hópurinn til Kína þar sem keppnin verður haldin. Mun það vera í fyrsta sinn í 44 ára sögu keppninnar að hún er haldin utan Japans eða Bandaríkjanna. Önnur íslensk "Miss Bjarnadóttir" sigraði keppnina Miss International árið 1963. Þá var það Guðrún Bjarnadóttir sem varð fyrst íslenskra kvenna til að sigra í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×