Innlent

Fáir hafa kosið utan kjörstaðar

Helmingi færri hafa greitt atkvæði utankjörfundar nú en fyrir síðustu forsetakosningar. Þrátt fyrir það var þó nokkuð að gera hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík í dag þar sem margir voru að nýta atkvæðisréttinn. 547 greiddu þar atkvæði í dag, en samtals eru 2957 búnir að kjósa í Skógarhlíðinni. Það er um 50 prósent færri en á sama tíma fyrir síðustu forsetakosningar. Svipaða sögu er að segja af öðrum sýslumannsembættum. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar á laugardaginn. Annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar, og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×