Til hvers að spara? 22. júní 2004 00:01 Í síðasta pistli benti ég á hvað það væri auðvelt að spara peninga og að fátt væri skemmtilegra nema ef til vill að eyða þeim. Þar liggur einmitt svarið við spurningunni: Hvað á að gera við sparnaðinn? Eyða honum! Í grófum dráttum má segja að það séu þrjár ástæður fyrir því að maður ætti að spara. Í fyrsta lagi til þess að eiga peninga fyrir því sem maður ætlar að kaupa. Í öðru lagi til þess að tryggja öryggi fjölskyldunnar ef eitthvað kemur upp á og í þriðja lagi til þess að fjárfesta og láta peningana vinna fyrir mann. Sá sem kaupir allt á krít er að tapa peningum á því að greiða vexti af láninu. Sá sem getur borgað afborganirnar ásamt vöxtum, hlýtur að hafa efni á því að kaupa og ætti því að geta lagt sömu upphæð fyrir. Ekki satt? Jú, en svo koma mótbárurnar: "Maður verður að fá hlutinn strax. Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir því að hafa sparað fyrir honum." Það dapurlega við þessar mótbárur er að sá sem leggur fyrir eignast hlutina í raun og veru á undan þeim sem kaupir allt á krít. Það tekur einhvern tíma að safna í góðan sjóð en þegar hann er kominn er hægt að kaupa strax það sem vantar, græða vexti og jafnvel semja um góðan staðgreiðsluafslátt. Stofnaðu sérstaka bók fyrir þennan sparnað og kallaðu hann "neyslusparnað". Önnur ástæða til sparnaðar er að koma sér upp "öryggissjóði" sem getur staðið undir 6 til 12 mánaða útgjöldum heimilisins. Þrátt fyrir almannatryggingar og alls konar einkatryggingar geta komið upp óhöpp í fjölskyldunni sem falla undir "smáa letrið" eða fjölskyldan fer út í einkarekstur eða tekur aðra áhættu sem ekki verður bætt ef allt fer á verri veg. Það er gott fyrir fjárhaginn, heilsuna og fjölskyldulífið að eiga "öryggissjóðinn" ef illa fer. Að lokum er sparnaður sem fer í fjárfestingar eina leiðin sem er öllum fær til þess að auka við tekjur og eignir fjölskyldunnar. Það eru ekki allir sem komast í álnir með því að vinna sig upp í starfi, erfa ríka frændur eða vinna í lottó. Hins vegar geta allir notað sparnaðinn sinn í fjárfestingar. Meira um það síðar . Sumarkveðja, Ingólfur Hrafnkell Vantar þig góð ráð? Sendu Ingólfi bréf á fjarmal@frettabladid.is. Fjármál Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í síðasta pistli benti ég á hvað það væri auðvelt að spara peninga og að fátt væri skemmtilegra nema ef til vill að eyða þeim. Þar liggur einmitt svarið við spurningunni: Hvað á að gera við sparnaðinn? Eyða honum! Í grófum dráttum má segja að það séu þrjár ástæður fyrir því að maður ætti að spara. Í fyrsta lagi til þess að eiga peninga fyrir því sem maður ætlar að kaupa. Í öðru lagi til þess að tryggja öryggi fjölskyldunnar ef eitthvað kemur upp á og í þriðja lagi til þess að fjárfesta og láta peningana vinna fyrir mann. Sá sem kaupir allt á krít er að tapa peningum á því að greiða vexti af láninu. Sá sem getur borgað afborganirnar ásamt vöxtum, hlýtur að hafa efni á því að kaupa og ætti því að geta lagt sömu upphæð fyrir. Ekki satt? Jú, en svo koma mótbárurnar: "Maður verður að fá hlutinn strax. Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir því að hafa sparað fyrir honum." Það dapurlega við þessar mótbárur er að sá sem leggur fyrir eignast hlutina í raun og veru á undan þeim sem kaupir allt á krít. Það tekur einhvern tíma að safna í góðan sjóð en þegar hann er kominn er hægt að kaupa strax það sem vantar, græða vexti og jafnvel semja um góðan staðgreiðsluafslátt. Stofnaðu sérstaka bók fyrir þennan sparnað og kallaðu hann "neyslusparnað". Önnur ástæða til sparnaðar er að koma sér upp "öryggissjóði" sem getur staðið undir 6 til 12 mánaða útgjöldum heimilisins. Þrátt fyrir almannatryggingar og alls konar einkatryggingar geta komið upp óhöpp í fjölskyldunni sem falla undir "smáa letrið" eða fjölskyldan fer út í einkarekstur eða tekur aðra áhættu sem ekki verður bætt ef allt fer á verri veg. Það er gott fyrir fjárhaginn, heilsuna og fjölskyldulífið að eiga "öryggissjóðinn" ef illa fer. Að lokum er sparnaður sem fer í fjárfestingar eina leiðin sem er öllum fær til þess að auka við tekjur og eignir fjölskyldunnar. Það eru ekki allir sem komast í álnir með því að vinna sig upp í starfi, erfa ríka frændur eða vinna í lottó. Hins vegar geta allir notað sparnaðinn sinn í fjárfestingar. Meira um það síðar . Sumarkveðja, Ingólfur Hrafnkell Vantar þig góð ráð? Sendu Ingólfi bréf á fjarmal@frettabladid.is.
Fjármál Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira