Vilja vita verð símtala fyrirfram 17. desember 2004 00:01 Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. Fjölmargir hafi haft samband vegna hárra símareikninga. "Við viljum að fólk fái viðvörun þegar hringt er úr einu kerfi í annað því þar með er fólk að borga meira," segir Jóhannes. Fundað hafi verið með Póst- og fjarskiptastofnun sem skoði málið. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að full ástæða til að gera kostnað símafyrirtækja sýnilegri. Sá mikli verðmunur sem sé milli fyrirtækjanna verði ekki til lengdar. Hann skapist meðal annars af því símafyrirtækin borgi hvort öðru þjónustugjöld þegar hringt sé milli kerfanna. Mikill verðmunur sé á gjöldunum. Og Vodafone greiði 8,92 krónur til Símans þegar hringt sé milli kerfa en Síminn greiði 12.10 til Og Vodafone. "Þetta eru heildsöluverð og ber ekki að rugla við smásöluverð," segir Hrafnkell: "Við teljum langtímasjónarmið fyrir neytendur að jafna beri þjónustugjöld símfyrirtækjanna." Slíkt skref hafi til dæmis verið stigið í Svíþjóð í vikunni. Jóhannes segir vandamálið hafa sprottið upp eftir að númeraflutningur milli fyrirtækjanna var leyfður. Áður hafi fólk vitað að númer sem hæfust á tölunni sex væru hjá Og Vodafone og átta hjá Símanum. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir það í hag fyrirtækisins að fólk viti í hvort kerfið það hringi þar sem viðskiptavinir þeirra greiði lægri gjöld. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það stafa af mismun á heildsöluverði fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki séð ástæðu til að íhlutast um verð þrátt fyrir óskir Símans. Það sé ósigur neytenda: "Það skiptir höfuðmáli fyrir viðskiptavini að gjaldið sem þeir greiða fyrir símtöl á milli kerfa sé hið sama, hvort sem þeir hringja úr kerfi Símans til Og fjarskipta eða öfugt."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira