Kaupin á verkum Sigmunds einsdæmi 17. desember 2004 00:01 Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjárhæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljónir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana íslenska listheimi. Þannig slagar fjárhæðin upp í árlegan rekstrarkostnað Listasafns Akureyrar og er fimm milljjónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til listaverkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: "Þegar þetta er borið saman við fjárveitingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða." Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: "Sigmund tilheyrir óneitanlega sjónlistum. Var gengið framhjá Listasafni Íslands, sem á lögum samkvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?" Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. "Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi." Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjárhæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljónir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana íslenska listheimi. Þannig slagar fjárhæðin upp í árlegan rekstrarkostnað Listasafns Akureyrar og er fimm milljjónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til listaverkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: "Þegar þetta er borið saman við fjárveitingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða." Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: "Sigmund tilheyrir óneitanlega sjónlistum. Var gengið framhjá Listasafni Íslands, sem á lögum samkvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?" Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. "Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi." Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira