Litlir púkar í skóginum 14. júní 2004 00:01 Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar." Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar."
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira