Viðskipti

Rauðar tölur lækkunar á mörkuðum

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa víðast hvar lækkað í dag, og eru lækkanir raktar til erfiðleika í fjármálakerfi Spánar. Tilkynnt var um það í dag að stærsti banki Spánar þyrfti að draga saman seglin, segja upp sex þúsund starfsmönnum og selja eignir fyrir meira en 64 milljarða evra, eða sem nemur ríflega átta þúsund milljörðum.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Áhrif og völd að færast til Asíu

G20 ríkin ráða yfir 60 prósent af landi heimsins, standa undir 87 prósent af hagvexti og þar búa um 65 prósent af íbúum heimsins. Miklar sviptingar hafa þó einkennt áhrif einstakra ríkja innan þessa hóps undanfarin ár, og eru það helst risarnir í Asíu, Kína og Indland, sem eru farin að styrkja stöðu sína og auka áhrif sín.

Viðskipti erlent

Eins og bólgueyðandi lyf við alvarlegum sjúkdómi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það framlag sem ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja í Íbúðalánasjóð í gær, allt að þrettán milljarða, virka eins og bólgueyðandi lyf á alvarlegan sjúkdóm. Hann segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki reiknað með því að þurfa að koma Íbúðalánasjóði til aðstoðar í fjárlögum 2013. "Þessar upphæðir eru með þeim hætti, að það er ábyrgðarlaust að reikna ekki með þessu í fjárlögum fyrir næsta ár,“ segir Bjarni. Hann segir auk þess að kerfisvandi sjóðsins hafi ekki verið greindur nægilega vel af stjórnvöldum, og að það sé slæmt að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir alvarlegri stöðu hans, og gripið til aðgerða fyrr.

Viðskipti innlent

Hagnaður Arion banka nam 14,5 milljörðum króna

Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var um 14,5 milljarðar króna eftir skatta samanborið við 13,6 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15,9% samanborið við 17,6% á sama tímabili árið 2011. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,9% en var 11,3% á sama tímabili í fyrra. Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2012 er óendurskoðaður. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 22,5% en í lok síðasta árs var það 21,2%.

Viðskipti innlent

Alger viðsnúningur hjá Orkuveitunni og jákvæð teikn á lofti

Árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða af þeim miklu skuldum sem á rekstrinum hvíla, en fyrstu níu mánuði ársins var rekstrarhagnaður fyrirtækisins 11 milljarðar króna. Sú leið Besta flokksins að aftengja afskipti stjórnmálamanna af fyrirtækinu virðist því hafa heppnast afar vel.

Viðskipti innlent

Facebook að opna gjafaverslun

Ríflega milljarður manna notra samfélagsmiðilinn í það minnsta einu sinni í viku, og nú hyggjast forsvarsmenn Facebook reyna að efla þjónustu sína enn frekar með því að opna fyrir kaup á gjöfum, t.d. handa þeim sem eiga afmæli.

Viðskipti erlent

Græn framtíð endurnýtir raftæki á Nýfundnalandi

Græn framtíð hefur samið við borgaryfirvöld í St. John's á Nýfundnalandi og Labrador um endurnýtingu á öllum smáraftækjum sem eru ekki lengur í notkun á vegum borgarinnar. Um er að ræða farsíma, fartölvur, netlykla, myndavélar og önnur sambærileg smáraftæki.

Viðskipti innlent

Verðbólgan eykst í 4,5%

Ársverðbólgan mældist 4,5% í nóvember og hækkaði því um 0,3 prósentur frá því í október. Greining Arion banka hafði spáð rétt fyrir um verðbólguna en greining Íslandsbanka spáði aftur á móti að hún yrði 4,3%.

Viðskipti innlent

Segir ummælin ekki óheppileg

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingiskona segir viðbrögðin við ummælum sínum um stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í gær hafa verið yfirdrifin og ekki í samræmi við stöðu mála.

Viðskipti innlent

Sjóðurinn stendur ekki undir sér

Ríkistjórnin ætlar að setja 13 milljarða inn í Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn telur sjálfur að hann þurfi 22,5 milljarða á næstu þremur árum. Sjóðurinn á yfir tvö þúsund eignir. Hluti þeirra verður settur inn í sérstakt félag sem mun tapa allt að tveimur milljö

Viðskipti innlent

Strætóappið kynnt í dag

Strætó bs kynnir í dag nýja þjónustu fyrir farþega sína, nýtt forrit eða "app" fyrir Android og iPhone síma. Innan skamms er væntanleg útgáfa fyrir Windows Mobile síma.

Viðskipti innlent

Miklar launahækkanir gætu ýtt undir stýrivaxtahækkun

Seðlabanki Íslands gæti átt eftir að hækka vexti eitthvað í framtíðinni til að bregðast við launahækkunum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann segir þó í samtali við fréttastofu Reuters að hann búist ekki við miklum vaxtahækkunum í nánustu framtíð. Bankinn hækkaði vexti um 25 punkta fyrr í þessum mánuði og eru vextirnir nú 6 prósent.

Viðskipti innlent

Kauphöllin opnar aftur fyrir viðskipti með bréf ÍLS

Kauphöll Íslands tilkynnti nú rétt eftir klukkan eitt fyrir pörun viðskipta með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs og færði íbúðabréf á Athugunarlista. Uppboð hefst kl. 13.40 að íslenskum tíma og samfelld viðskipti tíu mínútum seinna. Skuldabréfin voru færð á athugunarlista vegna óvissu um verðmyndun skuldabréfanna.

Viðskipti innlent

Staða ríkissjóðs er áfram betri en í fyrra

Staða ríkissjóðs heldur áfram að batna. Greiðsluuppgjör sjóðsins fyrir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um 37 milljarða kr. samanborið við 58,9 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent

Önnur lokunin í Kauphöllinni á innan við viku

Á annað sinn á innan við viku eru viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs stöðvuð í Kauphöll Íslands. Á fimmtudaginn voru þau stöðvuð eftir að heilsíðugrein með viðtali við Sigurð Erlingsson birtist í Viðskiptablaðinu og á vef blaðsins. Í greininni var sagt frá því að til stæði að gera breytingar á skilmálum Íbúðalánasjóðs, þannig að skuldirnar verði innkallanlegar. Strax um morguninn voru viðskipti stöðvuð um stundarsakir vegna fréttarinnar. Íbúðalánasjóður bar fréttina til baka í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Viðskipti innlent

Sigríður Ingibjörg: ÍLS þarf að endursemja um skilmála

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að Íbúðalánasjóður (ÍLS) þurfi að endursemja um skilmála skulda sinna og fá eigendur skuldabréfa sem sjóðurinn hefur gefið út til að samþykkta að gera skuldirnar innkallanlegar. Þetta kemur fram í viðtali sem hún veitti Bloomberg fyrr í morgun.

Viðskipti innlent