Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Menning
Fréttamynd

Sveppi, Ari Eld­járn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tón­leikum

Hljómsveitin Ég kemur saman á ný og heldur sérstaka tónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 30. október 2025, til heiðurs leiðtoga, söngvara, laga- og textahöfundi sveitarinnar, Róberti Erni Hjálmtýssyni. Meðlimir Ég fá til liðs við sig á tónleikunum fjölda gestasöngvara eins og Valdimar Guðmundsson, Eyþór Inga, Heiðu Eiríks, Bjarka Sig, Ara Eldjárn, Örn Eldjárn og Sverri Þór Sverrisson (Sveppi).

Menning
Fréttamynd

Sakar rit­höfunda um að vilja forðast um­ræðuna

Formaður Rithöfundasambands Íslands segist fagna nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum en bendir þó á að ekki sé hægt að meta afköst rithöfunda út frá útgefnum bókum eða fjölda blaðsíðna. Fleira sé skrifað heldur en bara bækur. Blaðamaður Morgunblaðsins segir að sér þyki hörð viðbrögð rithöfunda benda til þess að hópurinn vilji í lengstu lög forðast umræðu um launin.

Menning
Fréttamynd

Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram

„Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými.

Menning
Fréttamynd

Með Banksy í stofunni heima

„Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy.

Menning
Fréttamynd

Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý

Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf.

Menning
Fréttamynd

Inn­blástur frá handanheiminum

Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn.

Menning
Fréttamynd

Kynorkan allt­um­lykjandi hjá ó­léttu óperusöngkonunni

„Tónlistin er svo seiðandi og það er svo sterk kynorka í þessu sem hjálpar held ég án efa í meðgöngunni. Ég held að ég taki þetta með mér alla leið inn á fæðingardeild bara,“ segir hin kasólétta kammeróperusöngkona Kristín Sveinsdóttir, sem er að setja upp útfærslu af sögulegu óperunni Carmen og að fara að eignast barn á allra næstu dögum.

Menning
Fréttamynd

Upp­selt á fimm­tíu sýningar á Línu Langsokk

Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið.

Menning
Fréttamynd

Stór­tón­leikar og flug­elda­sýning að vanda á Ljósanótt

Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, fer fram í 24. sinn frá 4. til 7. september. Um 150 viðburðir eru skráðir í dagskrá Ljósanætur en meðal þeirra sem koma fram eru Væb, Steindi Jr. og hljómsveitin Valdimar. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu.

Menning
Fréttamynd

Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit

Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk.

Menning
Fréttamynd

Ný við­bygging við Þjóð­leik­húsið „lang­þráður draumur“

Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. 

Menning